Hugarflug...

Allt á milli himins og jarðar...

Nafn:
Staðsetning: Reykjavík, Iceland

Það má segja að ég hafi byrjað á þessu átaki þann 13. apríl 2004. Ég hef oft byrjað á einhverju átaki sem hefur svo ekkert gengið en nú er ég að vonast til þess að þetta gangi alltsaman. Aðalaðferðin er að borða hollan mat og hreyfa mig.

fimmtudagur, júní 09, 2005

Vá hvað það er langt síðan ég skrifaði eitthvað hér inn síðast. Það er líka langt síðan ég kíkti hingað inn síðast. Og eflaust langt síðan einhver kíkti hér inn síðast ;)

Nóg að gera eins og alltaf. Ég er alltaf þreytt og langar að sofa, veit að svo þegar ég má sofa þá get ég ekkert sofið ;) Litla skottan hér þykist öllu ráða og er nú að skamma Marinó fyrir að spila á píanóið...öskrar á hann USSS hehe. Litla skassið.

sunnudagur, september 19, 2004

Iss...maður bara gleymir alveg að pósta einhverju hér inn. Það er kominn tími á að byrja aftur, hvort sem einhver les eða ekki ;)

Það er allavega nóg að gera á þessu heimili. Tiltekt verið í gangi og allt farið að líta sómasamlega út og nú er aðalbaráttan við að halda þessu við. Svo er skólinn byrjaður og ég er pínu stressuð þar sem þetta er talsverð viðbót við mitt daglega stúss. Ég las td. að áætlaður tími sem maður á að gefa sér í þessi tvö fög eru 18 klst á viku....sem er alveg ómögulegt...mesta lagi 2-4 klst sem ég get setið við. Ég er í Ensku 403...sem ég reyndar tók fyrir nokkrum árum en áfanganum var breytt og þetta er í rauninni áfanginn Enska 503. Svo er ég í Náttúrufræði 123 sem er efna- og eðlisfræði. Og ekki neitt sérstaklega heillandi :/ En ég verð að ná þessum áföngum svo ég geti haldið áfram..svo ekki þýðir að væla yfir þessu.

Mín fór í fyrradag og keypti sér tölvuleik....já tölvuleik...ég sem leik mér aldrei í tölvuleikjum :þ En ég fór og keypti mér Sims2 og ég og krakkarnir skiptumst á að sitja við. Ég læri smá og svo fæ ég smá tíma til að leika mér....ekkert smá skemmtilegt!

laugardagur, júlí 17, 2004

Svei mér þá alla daga, hér hefur bara ekkert verið skrifað inn lengi...hver ber eiginlega ábyrgð á þessu bloggi hér!
Við tölvan erum báðar með vírus :( Ég með hálsbólgu og kvef og tölvan með trojan horse....sem reyndar er ekki vírus en hún er allavega biluð, og það er nýbúið að formata hana, býst við að þess þurfi aftur :(
Það hefur verið í nógu að snúast á þessum bæ, enda ekki við öðru að búast þar sem svona margt fólk býr. Ingvar hefur verið í sumar/veikindafríi og smitaði okkur Rögnu Maríu svo nú erum við  lasnar en honum batnað og hann farinn að vinna aftur. Hann sem átti að gera hundrað hluti í sumarfríinu sínu :þ Slapp vel þarna. Ég nennti sosum ekkert að gera heldur, ég hef varla farið út fyrir hússins dyr undanfarið....ja eða lóðamörk ....maður hefur sosum getað skriðið út á svalir og sonna ;)
 
Það eru alveg rúmar tvær vikur eftir af sumarfríinu mínu. Mér finnst ég vera búin að vera óratíma í sumarfríi. Ég bara nenni ekki að fara aftur að vinna, enda er mikið að gera á heimilinu og mig langar svo til að vera bara heima í vetur og sinna búi og börnum og klára að læra. En það verður víst ekki þannig :/
Mamma og pabbi eru enn á flakki. Þau eru á Egilsstöðum núna. Það fer vonandi að styttast í að þau komi heim, það er voðalega tómlegt án þeirra hér :/ Ég veit, ég er ennþá mömmu og pabbastelpa ;) Þau eru líka svo spes. Bestu foreldrar í heimi.
 
Það er núna 22ja stiga hiti í forsælu á svölunum hjá mér....æðislegt!
Lofa að vera dugleg að skrifa hér núna, endilega smellið á þar sem stendur comment og skrifið eitthvað þar....þið sem lesið, ég veit að það eru allavega nokkrir :)

mánudagur, júní 14, 2004

Greinilega ekki mikið hugarflug í gangi þessa dagana, hugurinn er allur við bækurnar Dalalíf eftir Guðrúnu frá Lundi....mjög gaman að lesa :) Hugurinn er reyndar líka við smá aðgerð sem Ragna María fer í á miðvikudaginn, röraísetning í eyrun, verð mikið fegin þegar því er lokið. Hugurinn er jú líka við afmælið sem verður á næsta sunnudag :) Mikið spáð í hvernig tertur eigi að hafa og ákveðið hefur verið að þemað verður Bangsimon og vinir. Daman er afar hrifin af þeim félögum. Það er ekki bara hugurinn sem hefur verið á flugi, heldur líkaminn líka þar sem ég labba úti á hverjum degi og er að myndast við að skokka smá, tókst að skokka heila 200 metra í kvöld :) *mont*

Það styttist í ættarmót, það verður gaman að fara á þau....sérstaklega hlökkum við að fara í sumarbústaðinn og svo að fá húsbílinn :)

fimmtudagur, júní 03, 2004

Langt síðan ég hef skrifað hér...enda afar löt að hanga í tölvunni meðan veðrið er svona gott. Svo er hellisbúinn á heimilinu búinn að hertaka tölvuna...hann vantar vinnu gjeyjið :þ Þverneitar að fara í vinnuskólann. Meiri þrjóskan í þessum strák mínum, skil ekkert í því hvaðan hann hefur þessa þrjósku.

Litla skvísos á að fara í rör fljótlega, þann 16. júní. Það verður fínt því hún heyrir ekkert rosa vel, það er svo mikill vökvi fyrir innan hljóðhimnuna og himnan sjálf er svo þykk. Essgu keddlingin mín. Ég verð svooo fegin þegar það verður búið.

Ég er með geðveikar harðsperrur í fótunum :/ Dugnaðarforkurinn ég hef verið svo dugleg að labba úti núna undanfarna daga því ég er svooo þreytt á að hreyfa mig ekki neitt. Ég nota tækifærið á meðan Ragna María er hjá dagmömmunni.

Svo var gaman hjá mér í vinnunni í dag :) ....ég var að kenna læknanema á 2. ári að taka blóð. Hann er að vinna á stað sem ég fer einstaka sinnum á og hann fylgdist með þegar ég tók blóð úr einum manni, og svo þegar ég ætlaði að taka úr næstu manneskju þá bauð ég honum að stinga og hann varð svo glaður :) hehe ...þetta gekk ekkert of vel hjá honum og ég er búin að lofa honum að leyfa honum aftur þegar ég kem þangað á mánudaginn. Gaman gaman :)

Mikið skelfing hlakka ég til að komast í sumarfrí. Ég er orðin svo þreytt! Það eru líka skrilljón hlutir sem mig langar að klára ÁÐUR en ég fer í sumarfrí...eins og að mála herbergin hjá strákunum og andyrið...og að taka frá föt sem eru orðin of lítil á krakkana og fylla hjá mér skúffur og skápa. Það væri voða gott að klára þetta og eiga alveg frí í sumar :)

fimmtudagur, maí 20, 2004

Ég náði sálfræðiprófinu!

En ekki með neina súpereinkunn samt, enda ekki skrítið þar sem ég skilaði bara 3 verkefnum af 5 og las bókina(277 bls.) daginn fyrir prófið! Ég fékk 5,8 fyrir lokaprófið og lokaeinkun var 5,3. Auðvitað hefði ég viljað fá hærra en ég var ekki dugleg að læra í vetur og nennti þessu bara ekki. Ákvað á síðustu stundu að drífa mig í þetta próf og las bókina...og nú þarf ég ekki að taka áfangann aftur ;) Jibbí. Ég ætla svo að eiga frí í sumar og reyna jafnvel að klára næsta vetur það sem ég á eftir.

fimmtudagur, maí 13, 2004

Marinó bauð mér í bíó í kvöld :) Honum hafði áskotnast tveir miðar á forsýningu á myndina The Butterfly Effects og við skelltum okkur mæðginin. Hún er æðisleg. Hún fjallar um mann sem fer aftur og aftur til fortíðar, hefur þann hæfileika að geta farið í huganum einhvernvegin, og breytir einhverjum smáatriðum ...svona aðallega til að vernda vini sína í framtíðinni, og hver breyting hefur yfirleitt skelfilegar afleiðingar. Ég hrökk milljón sinnum í kút. Hún er vel leikin, spennandi og heldur manni allan tímann. Marinó vildi endilega sitja á 4. bekk, sem var eiginlega alltof nálægt fyrir mig, mér fannst myndin hreinlega vera að gerast bara inní hausnum á mér...og ég verð sennilega rangeygð í viku á eftir :þ Gaman að fara í bíó. Það eru komin mörg ár síðan ég fór síðast. Sennilega fór ég síðast þegar Harry Potter var sýndur í fyrsta sinn. Við sáum aðra mynd auglýsta....minnir að hún heiti The day after tomorrow....við ætlum líka á hana ;)